Kjörstaðir hafa verið opnaðir í annarri umferð forsetakosninganna í Úkraínu. Grínistinn Volodymyr Selenskí er talinn líklegur sigurvegari.
Fáir höfðu trú á Selenskí sem er 41 árs, til að byrja með enda hefur hann enga reynslu í pólitík fyrir utan að hafa leikið forseta í sjónvarpsþáttum. Miðað við skoðanakannanir mun engu að síður hann bera sigurorð af núverandi forseta landsins, Petro Porosjenkó, eftir að hafa unnið fyrri umferð forsetakosninganna örugglega.
Mikil óánægja ríkir í Úkraínu vegna fátæktar, spillingar og átaka við aðskilnaðarsinna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda.