Að minnsta kosti 207 eru látnir og um 450 særðir eftir sprengjuárásirnar átta sem voru gerðar á Sri Lanka.
Að sögn varnarmálaráðherrans Ruwan Wijewardene hafa sjö verið handteknir í tengslum við árásirnar.
Rannsókn stendur á því hvort sjálfsvígsárásarmenn hafi verið að verki í öllum árásunum.