290 látnir á Srí Lanka

00:00
00:00

Alls eru 290 látn­ir í hrinu sprengju­til­ræða í kirkj­um og lúx­us­hót­el­um víða um Srí Lanka í gær. Að sögn lög­reglu hafa 24 verið hand­tekn­ir en ekki er enn vitað hverj­ir standa á bak við hryðju­verk­in. Um 500 eru særðir og tug­ir út­lend­inga eru meðal lát­inna.

Kröft­ug­ar sprengj­ur sprungu um svipað leyti á þrem­ur hót­el­um í höfuðborg Srí Lanka, Colom­bo, í gær. Sprengja sprakk á Cinnamon Grand klukk­an 8:30 að morgni páska­dags (klukk­an 3 að nóttu að ís­lensk­um tíma), á Shangri-La hót­el­inu skömmu síðar eða klukk­an 9:05 og Kings­bury hót­el­inu um svipað leyti. 

Árás­ir voru einnig gerðar á þrjár kirkj­ur í þrem­ur borg­um lands­ins. Í öll­um sex til­vik­un­um var um sjálfs­vígs­árás­ir að ræða. Nokkr­um klukku­tím­um síðar gerði lög­regl­an hús­leit á tveim­ur stöðum og fund­ust sprengi­efni á þeim báðum. Þrír lög­reglu­menn lét­ust á ein­um stað í sjálfs­vígs­árás. Heima­til­bú­in sprengja var gerð óvirk á flug­vell­in­um í Colom­bo í gær­kvöldi.

Árás­irn­ar í gær eru þær skelfi­leg­ustu sem gerðar eru á kristna minni­hlut­ann á Srí Lanka en fjöl­menni var í kirkj­un­um þrem­ur í gær þegar árás­irn­ar voru gerðar. Yfir 500 særðust í árás­un­um. 

Að minnsta kosti 37 út­lend­ing­ar lét­ust, þar af þrír Bret­ar, fimm Ind­verj­ar, tveir Tyrk­ir, Portúgali og þrír Dan­ir. Að sögn ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Mike Pom­peo, lét­ust nokkr­ir Banda­ríkja­menn í árás­un­um. Að sögn lög­reglu hef­ur verið til­kynnt um að níu út­lend­inga sé saknað og ekki hafa verið bor­in kennsl á að minnsta kosti 25 lík sem talið er ör­uggt að séu af út­lend­ing­um.

Enn hafa eng­in sam­tök lýst yfir ábyrgð á árás­un­um. Lítið hef­ur verið gefið upp um þær 24 mann­eskj­ur sem eru í haldi lög­reglu. Allt frá því að stjórn­ar­her­inn hafði bet­ur í bar­átt­unni við Tamíl tígra hef­ur verið frem­ur friðsælt á eyj­unni. Til átaka hef­ur komið á milli búdd­ista, sem eru í meiri­hluta, og mús­líma, sem eru í minni­hluta á Srí Lanka. Kristn­ir hafa einnig kvartað und­an árás­um og yf­ir­gangi af hálfu búdd­ista á Srí Lanka und­an­far­in ár. 

Rík­is­lög­reglu­stjóri varaði hátt­setta emb­ætt­is­menn við því fyr­ir páska að mögu­lega yrðu gerðar árás­ir í land­inu. Bæði væru kirkj­ur krist­inna og sendi­ráð Ind­verja í hættu á árás­um af hálfu íslam­ista (Nati­onal Thowheeth Jama'­ath, NTJ).

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert