Neyðarlög á Sri Lanka

Hermenn á ferli í höfuðborginni Colombo fyrr í kvöld.
Hermenn á ferli í höfuðborginni Colombo fyrr í kvöld. AFP

Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka en 24 hafa verið hand­tekn­ir eft­ir að nærri 300 lét­ust og 500 til viðbót­ar særðust í hryðju­verka­árás­um þar í landi í gær. 

Kröft­ug­ar sprengj­ur sprungu í kirkj­um og á lúx­us­hót­el­um víða um Sri Lanka í gær. Flest­ir hinna látnu eru heima­fólk en þó lét­ust tug­ir út­lend­inga. Árás­irn­ar í gær eru þær skelfi­leg­ustu sem gerðar hafa verið á kristna minni­hlut­ann á Sri Lanka en fjöl­menni var í kirkj­un­um þrem­ur í gær þegar árás­irn­ar voru gerðar.

Neyðarlög­in tóku gildi á miðnætti að staðar­tíma en sam­kvæmt þeim aukast völd hers og lög­reglu. Halda má ein­stak­ling­um í varðhaldi án dóms­úrsk­urðar.

Rann­sakað er hvers vegna ekki voru gerðar frek­ari varúðarráðstaf­an­ir þrátt fyr­ir að varað hafi verið við því, tíu dög­um fyr­ir árás­ina, að hryðju­verka­sam­tök­in Nati­onal Thawheed Jamaut myndu ráðast á kirkj­ur í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert