Neyðarlög á Sri Lanka

Hermenn á ferli í höfuðborginni Colombo fyrr í kvöld.
Hermenn á ferli í höfuðborginni Colombo fyrr í kvöld. AFP

Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka en 24 hafa verið handteknir eftir að nærri 300 létust og 500 til viðbótar særðust í hryðjuverkaárásum þar í landi í gær. 

Kröftugar sprengjur sprungu í kirkjum og á lúxushótelum víða um Sri Lanka í gær. Flestir hinna látnu eru heimafólk en þó létust tugir útlendinga. Árás­irn­ar í gær eru þær skelfi­leg­ustu sem gerðar hafa verið á kristna minni­hlut­ann á Sri Lanka en fjöl­menni var í kirkj­un­um þrem­ur í gær þegar árás­irn­ar voru gerðar.

Neyðarlögin tóku gildi á miðnætti að staðartíma en samkvæmt þeim aukast völd hers og lögreglu. Halda má einstaklingum í varðhaldi án dómsúrskurðar.

Rannsakað er hvers vegna ekki voru gerðar frekari varúðarráðstafanir þrátt fyrir að varað hafi verið við því, tíu dögum fyrir árásina, að hryðju­verka­sam­tök­in Nati­onal Thawheed Jamaut myndu ráðast á kirkj­ur í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert