Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen og eiginkonu hans, Anne Holch, létust í sjálfsvígsárásunum á Srí Lanka í gær. Fjölskyldan var þar í fríi um páskana. Alls létust 290 í árásunum á páskadag. Yfirvöld á Srí Lanka segja að innlend öfgasamtök íslamista (National Thowheeth Jama'ath, NTJ) standi á bak við hryðjuverkin.
Holch Povlsen á meðal annars alþjóðlegu fatakeðjuna Bestseller og fjölmarga fjölmiðla, svo sem Ekstra Bladet, TV2 og B.T. Hann er einnig stærsti hluthafinn í netversluninni Asos og á gríðarlegar eignir í Skotlandi en þar á hann meðal hann fasteignir eins og Aldourie kastalann. Samkvæmt Forbes er hann auðugasti Daninn en eignir hans voru metnar 7,4 milljarða Bandaríkjadala í fyrra.
Talsmaður Bestseller hefur staðfest andlát barnanna þriggja við danska fjölmiðla og biður fjölmiðla sem og aðra að virða einkalíf fjölskyldunnar sem ekki mun tjá sig.