Deyja út af mannavöldum

Skortur á drykkjarhæfu vatni gæti orðið að veruleika.
Skortur á drykkjarhæfu vatni gæti orðið að veruleika. AFP

Um millj­ón teg­und­ir eiga hættu á að deyja út af manna­völd­um. Þetta kem­ur fram í drög­um að skýrslu Sam­einuðu þjóðanna um auðlind­ir nátt­úr­unn­ar sem frétta­stof­an AFP er með und­ir hönd­um. Skýrsl­an grein­ir frá því hvað það er sem gref­ur und­an þeim nátt­úru­auðlind­um sem mann­fólkið reiðir sig á til að lifa af. 

Skort­ur á hreinu lofti, drykkjar­hæfu vatni, minna skóg­lendi, út­breiðsla skor­dýra, fækk­un prótein­ríks fiskj­ar, minnk­un vot­lend­is er ekki síður minni ógn við líf­ríkið en lofts­lags­breyt­ing­ar, seg­ir í skýrsl­unni. Hún birt­ist op­in­ber­lega 6. maí næst­kom­andi.  

Full­trú­ar frá 130 þjóðum koma sam­an í Par­ís 29. apríl til að ræða stöðu nátt­úr­unn­ar út frá þess­ari 1.800 blaðsíðna skýrslu Sam­einuðu þjóðanna. 

„Við þurf­um að átta okk­ur á því að lofts­lags­breyt­ing­ar og eyðing nátt­úr­unn­ar eru jafn­mik­il­væg. Ekki bara fyr­ir um­hverfið held­ur einnig fyr­ir þró­un­ina og hag­kerfið,“ seg­ir Robert Wat­son einn af höf­und­um skýrsl­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert