Tala látinna hækkar enn

AFP

Íbúar Sri Lanka minnt­ust þeirra sem lét­ust í hryðju­verka­árás­un­um á páska­dag með þögn klukk­an 8:30 að staðar­tíma, ná­kvæm­lega tveim­ur sól­ar­hring­um frá því fyrsta sprengj­an sprakk. Alls eru 310 látn­ir en um 20 lét­ust af völd­um sára sinna í nótt.

Fyrstu minn­ing­ar­at­hafn­irn­ar verða haldn­ar í dag, þar á meðal um tugi út­lend­inga sem lét­ust í árás­un­um. Neyðarástandi var lýst yfir í gær­kvöldi og að sögn stjórn­valda standa ís­lömsk öfga­sam­tök á bak við ódæðin. 

AFP

Að sögn lög­reglu eru 40 manns í haldi í tengsl­um við árás­irn­ar en mik­ill viðbúnaður er vegna árás­anna. Í gær sprakk sprengja áður en lög­reglu tókst að af­tengja hana en eng­an sakaði. Sprengj­an var í bif­reið skammt frá einni af kirkj­un­um þrem­ur þar sem árás­arn­ar voru gerðar á páska­dags­morg­un. Eins fann lög­regla 87 sprengjuþræði á um­ferðarmiðstöð í Colom­bo, höfuðborg Sri Lanka í gær. 

Að minnsta kosti fjór­ir Banda­ríkja­menn lét­ust í árás­un­um, þar á meðal barn. Þrír Hol­lend­ing­ar og þrjú dönsk systkini. Átta Bret­ar, átta Ind­verj­ar og fólk frá Tyrklandi, Ástr­al­íu, Frakklandi, Jap­an og Portúgal fór­ust einnig í árás­un­um á þrjú lúx­us­hót­el sem eru vin­sæl meðal er­lendra ferðamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert