Hunsuðu viðvaranir

00:00
00:00

End­ur­skipu­lagn­ing inn­an lög­regl­unn­ar og sér­sveita er svar for­seta Srí Lanka, Mait­hripala Sirisena, við gagn­rýni um að viðvar­an­ir um fyr­ir­huguð hryðju­verk hafi verið hunsaðar. Á sama tíma fylgja ást­vin­ir þeim sem lét­ust í árás­un­um á páska­dag til graf­ar. Enn á eft­ir að bera kennsl á ein­hverja en alls eru 359 látn­ir og yfir 500 særðir.

For­sæt­is­ráðherra Srí Lanka, Ranil Wickremes­ing­he, seg­ir að mögu­lega teng­ist víga­sam­tök­in Ríki íslams hryðju­verk­un­um en sam­tök­in hafa lýst ábyrgð á hend­ur sér en þau hafa ekki lagt fram nein­ar sönn­ur á þær full­yrðing­ar. Er nú rann­sakað hvaða tengsl séu á milli unga fólks­ins sem framdi árás­irn­ar og víga­sam­tak­anna.

Sirisena ávarpaði þjóð sína í dag og sagði að end­ur­skipu­lagn­ing inn­an lög­regl­unn­ar fari fram á næstu vik­um. Hann seg­ir að yf­ir­menn ör­ygg­is­mála sem fengu upp­lýs­ing­ar frá er­lend­um leyniþjón­ust­um um að árás­ir væru yf­ir­vof­andi yrðu látn­ir sæta ábyrgð.

Að sögn rit­stjóra BBC í Suður-Asíu er það neyðarlegt fyr­ir for­set­ann að viður­kenna að yf­ir­menn ör­ygg­is­mála rík­is­ins hafi ekki upp­lýst hann um fyr­ir­hugaðar árás­ir. Ljóst þykir að öfga­sam­tök­in Nati­onal Thowheeth Jama'­ath hafi ekki getað staðið ein að árás­un­um og þau hljóti að hafa fengið aðstoð er­lend­is frá. Að sögn for­sæt­is­ráðherra bend­ir ým­is­legt til tengsla við Ríki íslams en ekki séu öll kurl kom­in til graf­ar. Sér­sveit­ir lög­reglu leituðu á nokkr­um stöðum í nótt og hand­tóku 18 til viðbót­ar við þá sem þegar voru í haldi og eru nú um 60 manns í varðhaldi í tengsl­um við árás­irn­ar.

Sam­kvæmt frétta­manni BBC blas­ir sorg­in við þér hvar sem er í bæn­um Batticaloa. Á hverju götu­horni hanga mynd­ir af fólki sem lést í árás­un­um. Mynd­ir af börn­um, bros­andi í spari­föt­un­um og fyr­ir neðan mynd­irn­ar er texti sem seg­ir hvaða dag þau fædd­ust og hvaða dag þau dóu, 21. apríl. Börn­in höfðu verið í sunnu­daga­skól­an­um í Zion-kirkj­unni líkt og á hverj­um sunnu­degi. Eft­ir messu fóru þau út og fengu sér snarl sam­an. Stuttu seinna sprakk sprengj­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert