Fólki ráðlagt að ferðast ekki til Sri Lanka

Hermenn á Sri Lanka standa vörð í höfuðborginni Colombo fyrr …
Hermenn á Sri Lanka standa vörð í höfuðborginni Colombo fyrr í dag. AFP

Bretar eru varaðir við því að ferðast til Sri Lanka, nema af bráðri nauðsyn, í kjölfar hryðjuverkaárásanna þar í landi síðasta sunnudag. Alls létust 359 manns í árásunum.

„Utanríkisráðuneyti Bretlands varar við ferðalögum til Sri Lanka vegna ótryggs ástands þar í kjölfar árása 21. apríl 2019,“ er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu á vef ráðuneytisins.

Rík­is­lög­reglu­stjóri Sri Lanka gaf út viðvör­un 11. apríl um mögu­lega sjálfs­vígs­árás Nati­onal Thowheeth Jama'­ath og sagði að viðvör­un hafi borist frá er­lend­um leyniþjón­ust­um. Að sögn for­sæt­is­ráðherra lands­ins bár­ust hon­um aldrei upp­lýs­ing­ar um viðvör­un­ina. Né held­ur öðrum ráðherr­um. Rík­is­stjórn­in verði að axla ábyrgð á þess­um mis­tök­um. Sam­kvæmt CNN komu upp­lýs­ing­arn­ar frá leyniþjón­ustu Ind­lands. 

Banda­rísk yf­ir­völd neita því að þau hafi haft þess­ar upp­lýs­ing­ar und­ir hönd­um en teymi sér­fræðinga banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar er nú að störf­um á Sri Lanka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert