Yfirvöld á Sri Lanka greindu frá því fyrir stundu að fjöldi þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á sunnudag hefði lækkað úr 359 í 253.
Þau segja að sum líkin hafi verið svo illa farin að þau hafi verið talin tvisvar.
Heilbrigðisyfirvöld segja að skoðun á þeim sem fórust hafi lokið seint í gær. Þá hafi komið í ljós að sum lík hafi verið tvítalin.
Það hafi gert það að verkum að tala látinna hafi lækkað um 106, úr 359 í 253.