Trump efast um vitsmuni Biden

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við Hvíta húsið í gær.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við Hvíta húsið í gær. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir efasemdum um vitsmunalega getu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, til þess að reka árangursríka kosningabaráttu í forvali demókrata, en hinn síðarnefndi bauð sig fram til forseta í dag.

„Ég vona að þú hafir vitsmuni, sem efast hefur verið um, til að halda úti öflugri kosningabaráttu í forvalinu,“ sagði hann í færslu á Twitter. „Þetta verður ljótt - þú munt þurfa að takast á við fólk sem hefur virkilega andstyggilegar og geðveikislegar hugmyndir. Ef þér tekst þetta, sjáumst þá við rásmarkið,“ skrifaði forseti Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert