Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir efasemdum um vitsmunalega getu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, til þess að reka árangursríka kosningabaráttu í forvali demókrata, en hinn síðarnefndi bauð sig fram til forseta í dag.
„Ég vona að þú hafir vitsmuni, sem efast hefur verið um, til að halda úti öflugri kosningabaráttu í forvalinu,“ sagði hann í færslu á Twitter. „Þetta verður ljótt - þú munt þurfa að takast á við fólk sem hefur virkilega andstyggilegar og geðveikislegar hugmyndir. Ef þér tekst þetta, sjáumst þá við rásmarkið,“ skrifaði forseti Bandaríkjanna.
Welcome to the race Sleepy Joe. I only hope you have the intelligence, long in doubt, to wage a successful primary campaign. It will be nasty - you will be dealing with people who truly have some very sick & demented ideas. But if you make it, I will see you at the Starting Gate!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2019