Engin lending í SAS-deilu

Verkfall 1.500 flugmanna SAS í Skandinavíu hófst eldsnemma í morgun, …
Verkfall 1.500 flugmanna SAS í Skandinavíu hófst eldsnemma í morgun, 315 flug falla niður nú þegar. Ljósmynd/SAS

„Rík­is­sátta­semj­ari staðfest­ir að svo mikið bar í milli hjá samn­ingsaðilum að þýðing­ar­laust var að leggja fram til­lög­ur sem ætla mætti að hvor­ir tveggja hefðu fall­ist á,“ sagði í frétta­til­kynn­ingu frá Mats W. Ru­land, rík­is­sátta­semja Nor­egs, eft­ir að ljóst varð eldsnemma í morg­un að skandi­nav­ísk­um tíma að 1.500 flug­menn SAS í Skandi­nav­íu væru komn­ir í verk­fall.

Samn­ingsaðilar í Svíþjóð gáf­ust fyrst­ir upp, seint í gær­kvöldi, en Dön­um og Norðmönn­um féll all­ur ketill í eld nokkr­um tím­um síðar. Upp­haf­leg­ur sam­komu­lags­frest­ur var til miðnætt­is í gær­kvöldi og var hann fram­lengd­ur þegar ákveðið var að reyna til hins ýtr­asta að af­stýra verk­fall­inu.

Áhrif þessa á flug­sam­göng­ur um gerv­alla Skandi­nav­íu eru gríðarleg, 315 flug hafa verið felld niður þegar þetta er skrifað og ná fyrstu áhrif til ferðalaga 60.000 farþega. Reiknað er með að alls falli 673 flug­ferðir niður í dag. Áhrif­in ná lík­lega til 170.000 farþega um helg­ina en skandi­nav­ísk­ir net­miðlar upp­færa frétt­ir sín­ar af verk­fall­inu svo ört, þegar þetta er skrifað, að vart má auga á festa.

„Ég get ekki vitnað í sjálf­ar viðræðurn­ar, en við kom­umst aldrei í mark,“ sagði Jan Levi Skogvang, formaður norska stétt­ar­fé­lags­ins Parat Luft­fart, í sam­tali við norska viðskiptaf­réttamiðil­inn E24 í morg­un. „Þetta er dap­ur­legt ástand og við biðjum farþeg­ana vel­v­irðing­ar, það var úti­lokað að koma til móts við kröf­ur stjórn­ar­inn­ar [SAS-meg­in].“

NRK

TV2

Af­ten­posten

Dag­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert