Tíu látnir í flóðum á Súmötru

Frá flóðunum á Súmötru í gær.
Frá flóðunum á Súmötru í gær. AFP

Tíu manns að minnsta kosti eru látnir og átta er saknað eftir miklar rigningar sem valdið hafa flóðum og aurskriðum á indónesísku eyjunni Súmötru.

Fram kemur í frétt AFP að um 12 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín og að skemmdir hafi orðið á hundruð bygginga, brúa og vega.

Vatnsyfirborð fer sums staðar lækkandi en embættismenn hafa varað við því að ekki væri enn vitað hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru.

Fjöldi látinna kann enn að hækka en flóðin hafa orðið til þess meðal annars að ekki hefur verið hægt að ferðast til sumra svæða á eyjunni.

Fyrir liggur að nokkrir að minnsta kosti hafa slasast. Þá gætu fleiri aurskriður átt sér stað samhliða áframhaldandi rigningu. Þá er óttast að sjúkdómar gætu breiðst út í kjölfar hamfaranna meðal annars vegna mengaðs drykkjarvatns.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert