Boeing lagfærir hugbúnað

Kyrrsettar 737 MAX-flugvélar Southwest Airlines.
Kyrrsettar 737 MAX-flugvélar Southwest Airlines. AFP

Flug­véla­fram­leiðand­inn Boeing hef­ur lagt fram til­lögu að lag­færðum hug­búnaði til Flug­mála­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (FAA) sem myndi fela í sér að flug­vél­arn­ar 737 MAX fái að fljúga á nýj­an leik.

Frétta­stof­an AFP hef­ur þetta eft­ir heim­ild­ar­manni sín­um.

Stofn­un­in mun veita um­sögn vegna hug­búnaðar­ins að lokn­um til­rauna­flug­ferðum á næstu dög­um.

Flug­vél­arn­ar voru kyrr­sett­ar víðs veg­ar um heim eft­ir tvö flug­slys um miðjan mars þar sem 346 fór­ust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert