Boeing lagfærir hugbúnað

Kyrrsettar 737 MAX-flugvélar Southwest Airlines.
Kyrrsettar 737 MAX-flugvélar Southwest Airlines. AFP

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lagt fram tillögu að lagfærðum hugbúnaði til Flugmálastofnunar Bandaríkjanna (FAA) sem myndi fela í sér að flugvélarnar 737 MAX fái að fljúga á nýjan leik.

Fréttastofan AFP hefur þetta eftir heimildarmanni sínum.

Stofnunin mun veita umsögn vegna hugbúnaðarins að loknum tilraunaflugferðum á næstu dögum.

Flugvélarnar voru kyrrsettar víðs vegar um heim eftir tvö flugslys um miðjan mars þar sem 346 fórust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert