Annar tveggja manna sem sættu gæsluvarðhaldi í Tyrklandi vegna gruns um njósnir fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin svipti sig lífi í fangelsi.
Fangaverðir komu að manninum, Zaki Hasan, sem hafði hengt sig í fangaklefa sínum. Hann hafði áður játað því við yfirheyrslur að stunda njósnir um andófsmenn furstadæmanna. Mennirnir tveir voru handteknir fyrir tveimur vikum.
Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hafði tyrkneska lögreglan einnig til skoðunar hvort mennirnir tveir tengdust morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi, þekktum gagnrýnanda krónprins Sádi-Arabíu.