Krútt eða kvikindi: Hví elskum við sum dýr?

Kínverski pandabjörninn hefur síðustu áratugi fangað hug og hjörtu jarðarbúa. …
Kínverski pandabjörninn hefur síðustu áratugi fangað hug og hjörtu jarðarbúa. Hann er krúttlegur mjög og hagar sér oft í líkingu við menn. Það gerir það að verkum að væntumþykja vaknar í brjósti mannfólks við að fylgjast með honum. AFP

Kín­verska risa­salam­andran, stærsta frosk­dýr heims, er ekki krútt­leg. Hún veg­ur álíka mikið og full­orðinn maður, er með brúna slím­uga húð, stór­an munn sem um virðist leika skakkt glott og smá augu sem úr skín tor­tryggni.

Hún er líka sú dýra­teg­und ver­ald­ar sem er í hvað mestri út­rým­ing­ar­hættu. Þrátt fyr­ir það, ólíkt samlanda sín­um risapönd­unni, kemst hún sára­sjald­an í frétt­irn­ar.

Hvers vegna snerta sum dýr strengi í hjört­um fólks, svo það gef­ur millj­ón­ir á millj­ón­ir ofan þeim til vernd­ar, á meðan önn­ur virðast litl­ar til­finn­ing­ar vekja nema þá helst viðbjóð? 

Og er mik­il­væg­ara að bjarga risapönd­unni, með sín sorg­mæddu augu, frek­ar en hinni slím­ugu sala­möndru?

Kínverska risasalamandran er að margra mati ófrýnileg. Hún getur orðið …
Kín­verska risa­salam­andran er að margra mati ófrýni­leg. Hún get­ur orðið 1,8 metr­ar að lengd og um sjö­tíu kíló. Hún er í út­rým­ing­ar­hættu. AFP

Stærð, greind, hegðun, fá­gæti, hversu mikið þau líkj­ast mönn­um í út­liti og hegðun skipt­ir allt miklu máli um hver viðbrögð mann­fólks­ins eru gagn­vart dýr­um í út­rým­ing­ar­hættu.

„Einn stærsti þátt­ur­inn er [hvort dýrið sé] krútt­legt; út­lit­seig­in­leik­ar á borð við stór augu og mjúk­ar lín­ur sem kveikja móður- og föður­leg­ar til­finn­ing­ar því þau minna okk­ur á manna­börn,“ seg­ir Hal Herzog, pró­fess­or í sál­fræði við há­skól­ann í Vest­ur-Karólínu. Herzog er sér­fræðing­ur í tengsl­um manna og dýra og seg­ir að dökku hring­irn­ir í kring­um augu panda­bjarna veki þegar í stað um­hyggju í hug­um manna. „Berðu þetta sam­an við kín­versku risa­sala­möndr­una,“ seg­ir hann. „Googlaðu hana. Hún lík­ist tæp­lega tveggja metra löng­um og 70 kílóa þung­um poka af brúnu slími með lít­il sting­andi augu.“

Geimveran í Alien var látin líta þannig út að sem …
Geim­ver­an í Alien var lát­in líta þannig út að sem flest­ir myndu fyll­ast viðbjóði.

Sala­möndr­urn­ar spila nauðsyn­legt hlut­verk í vist­kerfi sínu, rétt eins og orm­ar eru nauðsyn­leg­ir fyr­ir heil­brigði jarðvegs. Samt sem áður vekja þær, líkt og maðkar, rott­ur og sná­k­ar, aðallega viðbjóð hjá mönn­um.

 Lærður viðbjóður

Sam­kvæmt því sem Gra­ham Dav­ey, sér­fræðing­ur í fælni hjá Sus­sex-há­skóla, seg­ir þá lær­um við að leggja fæð á ákveðnar líf­ver­ur mjög snemma á lífs­leiðinni. „And­styggð er lærð til­finn­ing. Börn fæðast ekki með hana. Hún smit­ast lík­lega fé­lags­lega, menn­ing­ar­lega og inn­an fjöl­skyldna,“ seg­ir hann. 

Fólki finnst tígrisdýr falleg og fæstir fá óttahroll við að …
Fólki finnst tígr­is­dýr fal­leg og fæst­ir fá ótta­hroll við að horfa á þau. Samt eru þau í raun hættu­leg. Þarna leik­ur fal­legi feld­ur­inn hlut­verk. AFP

Sum dýr gjalda fyr­ir að minna á hluti sem þykja ógeðsleg­ir, s.s. slím og saur, að sögn Dav­eys, á meðan önn­ur eru dæmd, rétti­lega eða rang­lega, fyr­ir að vera hættu­leg mönn­um. „En hvað ógn við mann­kynið snert­ir þá staf­ar mun meiri hætta frá sjúk­dóm­um en árás­um villtra dýra.“

Þetta get­ur skýrt það af hverju fæst­um okk­ar þykja ljón og birn­ir ógeðsleg. Þess­ar skepn­ur eru með mjúk­an feld rétt eins og bangs­ar barna, þó að staðreynd­in sé sú að það marg­borgi sig að halda sig í fjar­lægð frá þeim í raun­veru­leik­an­um.

Flest stóru, villtu spendýrin eru í hættu. Þrengt er að …
Flest stóru, villtu spen­dýr­in eru í hættu. Þrengt er að búsvæðum þeirra og veiðiþjófnaður tek­ur sinn toll úr stofn­um þeirra. AFP

Og eins og með svo margt annað þá hef­ur dæg­ur­menn­ing áhrif á það hvernig sam­fé­lög manna upp­lifa dýr. Á meðan kvik­mynd­in Free Willy vakti samúðaröldu með há­hyrn­ing­um þá gerði hryll­ings­mynd­in Arachnoph­obia ekk­ert til að bæta ímynd köngu­lóa.

Ókind­in, Jaws, er svo eitt besta dæmið um hvernig andúð var vak­in á ákveðinni dýra­teg­und, í því til­viki hákörl­um.

Jafn­vel skáldaðar skepn­ur, eins og aðal-„líf­ver­an“ í Alien-kvik­mynd­inni, geta haft mik­il áhrif á hvernig fólk upp­lif­ir ákveðnar (raun­veru­leg­ar) líf­ver­ur. 

Sum dýr þykja sniðugri og krúttlegri en önnur. Myndir af …
Sum dýr þykja sniðugri og krútt­legri en önn­ur. Mynd­ir af fíl­um má sjá víða og það gæti blekkt fólk og það haldið að af fíl­um sé nóg í nátt­úr­unni. Svo er ekki, þeim fer fækk­andi á flest­um svæðum. AFP

„Að sjá þessa sem var í fyrstu kvik­mynd­inni, sem var með slím lek­andi út úr munn­in­um, gerði út á viðbjóð fólks á ákveðnum hlut­um,“ seg­ir Dav­ey.

Það er ekki aðeins al­manna­álitið sem mót­ar skoðanir okk­ar og verður til þess að sum­ar dýra­teg­und­ir eru for­dæmd­ar en aðrar elskaðar. Niðurstaða rann­sókn­ar sem var gerð árið 2017 var sú að það væri sterk fylgni milli þeirra dýra sem sam­fé­lög vilja frem­ur og þeirra sem vís­inda­menn beina sjón­um sín­um mest að í rann­sókn­um sín­um. 

„Kannski er það af því að það er auðveld­ara að fá styrki til að rann­saka þekkt dýr,“ seg­ir  Frederic Le­g­endre, vís­indamaður við franska Sögu­safnið. Og vin­sæl­ar dýra­teg­und­ir skapa einnig tekj­ur, að því er Christo Fabricius, sem starfar fyr­ir Alþjóðadýra­vernd­un­ar­sjóðinn, WWF, seg­ir. Sjóður­inn er m.a. þekkt­ur fyr­ir vörumerki sitt af panda­birni. „Skriðdýr til dæm­is eru ekki mjög markaðsvæn.“

Hryllingsmynd um kóngulær gerði út á að hræða fólk og …
Hryll­ings­mynd um kóngu­lær gerði út á að hræða fólk og vekja viðbjóð gagn­vart dýra­teg­und sem er sann­ar­lega nauðsyn­leg öllu lífi á jörðinni. Skjá­skot úr kvik­mynd­inni Arachnoph­obia

Það er þó ekki þannig að það sé endi­lega slæmt út frá vernd­un­ar­sjón­ar­miðum að fólki finn­ist ákveðin dýr krútt­leg. „Þegar við vernd­um þekkt­ar teg­und­ir, þá vernd­um við búsvæði þeirra og all­ar aðrar líf­ver­ur inn­an þess njóta góðs af,“ seg­ir Le­g­endre.

En sum­ar teg­und­ir geta orðið fórn­ar­lömb eig­in vin­sælda. Í einni ný­legri rann­sókn kom í ljós að sýni­leiki villtra dýra á borð við fíla og tígr­is­dýr, hvort held­ur sem er sem vegg­fóður á tölvu­skjá­um, á stutterma­bol­um eða í barna­bók­um, get­ur verið blekkj­andi svo að fólk held­ur að þau séu al­geng­ari í hinni villtu nátt­úru en þau raun­veru­lega eru.

Staðreynd­in er hins veg­ar sú að stofn­ar flestra stórra, villtra spen­dýra, allt frá flóðhest­um til gír­affa og gór­illa, fara minnk­andi.

Flestum finnast ljón tilkomumikil og falleg.
Flest­um finn­ast ljón til­komu­mik­il og fal­leg. AFP

Svo er það hætt­an á veiðiþjófnaði. Því fá­gæt­ari sem teg­und­in er þeim mun meira virði er hún á svört­um markaði og þeim mun meiri verður eft­ir­spurn­in, að því er Frank Courchamp, vist­fræðing­ur við frönsku nátt­úru­fræðistofn­un­ina, seg­ir. 

Svo næst þegar þú sérð mynd af kín­versku risa­sala­möndr­unni, mundu þá að ekki er allt sem sýn­ist þegar kem­ur að því að bjarga líf­ríki jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert