Berlusconi á sjúkrahús

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AFP

Sil­vio Berlusconi, millj­óna­mær­ing­ur og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, var lagður inn á sjúkra­hús í Mílanó í dag. Berlusconi er 82 ára gam­all. Fjöl­miðlar á Ítal­íu segja hann hafa fengið nýrna­steinakast og hafa eft­ir heim­ild­ar­mönn­um sín­um inn­an Forza Italia-flokks­ins að veik­ind­in séu ekki al­var­leg að for­sæt­is­ráðherr­ann fyrr­ver­andi svari sím­an­um og sé að vinna.

Berlusconi ætlaði að vera viðstadd­ur fund flokks­ins í dag vegna kosn­ing­anna til Evr­ópuþings­ins sem fram fara í næsta mánuði. Þar er Berlusconi í fram­boði. Lækn­ar hans sögðu það hins veg­ar ómögu­legt, hann yrði að leggj­ast inn á spít­ala og jafna sig.

Hann var for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu þris­var sinn­um á ár­un­um 1994-2011. Fjöl­miðlar flytja oft og reglu­lega frétt­ir af heilsu­fari hans og óhöpp­um. 

Berlusconi sæt­ir nú rann­sókn fyr­ir að múta fjölda vitna til að koma í veg fyr­ir að þeir segi frá því sem gekk á í villt­um par­tí­um hans í dóms­máli sem höfðað hef­ur verið gegn hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert