Hefur trú á MAX-vélunum

Boeing vinnur nú að því að fá vottun á ný …
Boeing vinnur nú að því að fá vottun á ný frá flugmálayfirvöldum svo aflétta megi kyrrsetningu MAX-vélanna. AFP

For­stjóri Gener­al Electric seg­ist hafa trú á Boeing 737 MAX-vél­un­um. Vél­arn­ar hafa verið kyrr­sett­ar um heim all­an í kjöl­far tveggja mann­skæðra flug­slysa sem talið er mögu­legt að rekja megi til hug­búnaðar þeirra. Í slys­un­um tveim­ur fór­ust 346 manns.

„Við höf­um trú á 737 MAX-flug­vél­un­um,“ sagði Larry Culp, for­stjóri Gener­al Electric, fyr­ir­tæk­is­ins sem fram­leiðir hreyfla vél­anna fyr­ir Boeing. „Við vinn­um náið með Boeing í því ferli að fá vott­un aft­ur,“ sagði hann á fundi þar sem árs­fjórðungs­upp­gjör fyr­ir­tæk­is­ins var kynnt. Sagði hann að sam­starfið við Boeing væri sterkt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert