Hefur trú á MAX-vélunum

Boeing vinnur nú að því að fá vottun á ný …
Boeing vinnur nú að því að fá vottun á ný frá flugmálayfirvöldum svo aflétta megi kyrrsetningu MAX-vélanna. AFP

Forstjóri General Electric segist hafa trú á Boeing 737 MAX-vélunum. Vélarnar hafa verið kyrrsettar um heim allan í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem talið er mögulegt að rekja megi til hugbúnaðar þeirra. Í slysunum tveimur fórust 346 manns.

„Við höfum trú á 737 MAX-flugvélunum,“ sagði Larry Culp, forstjóri General Electric, fyrirtækisins sem framleiðir hreyfla vélanna fyrir Boeing. „Við vinnum náið með Boeing í því ferli að fá vottun aftur,“ sagði hann á fundi þar sem ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins var kynnt. Sagði hann að samstarfið við Boeing væri sterkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert