Streymisrisinn Netflix hefur ákveðið að framleiða heimildarmynd um björgunarafrekið sem átti sér stað í Taílandi síðastliðið haust þegar tólf drengjum og knattspyrnuþjálfara þeirra var bjargað úr Tham-Luang hellinum í Norður-Taílandi.
Verður kvikmyndin unnin í samstarfi við framleiðendur Crazy Rich Asians.
Það var knattspyrnuliðið Villigeltirnir sem sat fast í hellinum eftir að inn í hann flæddi í mikilli rigningu. Um nokkurt skeið var ekki vitað hvort drengirnir og þjálfari þeirra væru lífs eða liðnir og tók björgun þeirra marga daga, og lést kafari í björgunaraðgerðunum.
Til stendur að 20% af tekjum drengjanna vegna kvikmyndarinnar renni til fólks sem á um sárt að binda vegna náttúruhamfara.