Breska þingið lýsir yfir neyðarástandi

Samþykktin er sögð lýsa vilja þingsins í málinu, en ríkisstjórninni …
Samþykktin er sögð lýsa vilja þingsins í málinu, en ríkisstjórninni ber ekki lagaleg skylda til þess að bregðast við henni. AFP

Breskir þingmenn hafa samþykkt tillögu þess efnis að lýst verði yfir neyðarástandi í umhverfis- og loftslagsmálum. Tillagan var samþykkt án atkvæðagreiðslu, að því er segir í frétt BBC af málinu.

Samþykktin er sögð lýsa vilja þingsins í málinu, en ríkisstjórninni ber ekki lagaleg skylda til þess að bregðast við henni.

Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, lagði tillöguna fram á þinginu og segir samþykkt hennar risastökk fram á við í baráttunni við loftslagsbreytingar. Umhverfisráðherra Breta, Michael Gove, er sammála því að um neyðarástand sé að ræða en tekur ekki undir kröfu Verkamannaaflokksins þess efnis að neyðarástandi verði lýst yfir.

Yfirlýsing neyðarástands í loftslagsmálum var meðal krafna mótmælenda í öldu mótmæla á vegum grasrótarsamtakanna Uppreisn gegn útrýmingu (e. Extinction Rebellion) í London í apríl sem leiddi til að minnsta kosti 300 handtaka.

Ríkisstjórnir Skotlands og Wales hafa þegar lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Þá hefur Landvernd skorað á íslensku ríkisstjórnina að lýsa yfir neyðarástandi hér á landi vegna ástandsins í loftslagsmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert