Hernaðaraðgerðir koma til greina

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sé tilbúin til að grípa til hernaðaraðgerða í Venesúela.

„Forsetinn hefur verið skýr og skorinorður hvað þetta varðar. Hernaðaraðgerðir koma til greina. Ef þörf er á þeim þá munu Bandaríkin grípa til þeirra,“ sagði Pompeo við Fox Business Network.

Mikil ólga hefur verið í Venesúela og nýtur stjórnarandstöðuleiðtoginn Juan Guaidó stuðnings Bandaríkjastjórnar. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagðist í ávarpi sínu í morgun hafa komið í veg fyrir valdarán í landinu. 

Nicolas Maduro, forseti Venesúala, til hægri.
Nicolas Maduro, forseti Venesúala, til hægri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert