Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segist hafa borið sigurorð af þeim sem hafi reynt að fremja valdarán í landinu. „Þetta verður ekki látið hjá líða án refsingar,“ sagði Maduro í ávarpi sínu sem var bæði sjónvarpað og útvarpað. „Saksóknarar munu höfða mál vegna alvarlegu glæpanna sem hafa verið framdir gagnvart stjórnarskránni, lögunum og réttinum til friðar.“
Mótmælendur og lögreglumenn hafa tekist á á götum Venesúla eftir að stjórnarandstöðuleiðtoginn Juan Guaidó hvatti herinn til að standa upp í hárinu á Maduro. Um eitt hundrað manns hafa særst.
Forsetinn óskaði hernum til hamingju með að hafa „sigrað þennan litla hóp sem ætlaði að dreifa ofbeldi til að fella ríkisstjórnina“.
Bandaríkjastjórn styður Guaidó og lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti yfir stuðningi við hann og íbúa Venesúela í tísti sínu.
I am monitoring the situation in Venezuela very closely. The United States stands with the People of Venezuela and their Freedom!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 30, 2019