Fallið frá messuhaldi

AFP

Kaþólska kirkj­an á Sri Lanka hef­ur ákveðið að af­lýsa messu­haldi á sunnu­dag vegna ótta við nýja hryðju­verka­árás.

Að sögn tals­manns kirkj­unn­ar hafa borist upp­lýs­ing­ar um mögu­leg­ar árás­ir á tvær kirkj­ur á sunnu­dag og því hafi verið tek­in ákvörðun um að af­lýsa mess­um kaþólsku kirkj­unn­ar á Sri Lanka. 

Ekki hafa verið haldn­ar mess­ur í kirkj­um þar í landi frá því á páska­dag er árás­ir voru gerðar á þrjár kirkj­ur og á þrem­ur hót­el­um. Alls lét­ust 257 í hryðju­verka­árás­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert