Kynferðisbrotum fjölgar í hernum

Bandarískir hermenn undirbúa sig fyrir heræfingu á Filippseyjum.
Bandarískir hermenn undirbúa sig fyrir heræfingu á Filippseyjum. AFP

Fjöldi kynferðisbrota í bandaríska hernum hefur aukist til muna þrátt fyrir margra ára átak til að takast á við vandamálið.

Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, að sögn BBC

Alls komu upp 20.500 tilvik um slík brot árið 2018 en þegar síðasta skoðanakönnun var gerð árið 2016 voru brotin 14.900 talsins. Fjölgun tilvika nemur 38%.

Áfengi kom við sögu í þriðjungi málanna og flest fórnarlömbin voru konur á aldrinum 17 til 24 ára. Aðeins var tilkynnt um þriðjung málanna til yfirvalda.

Í yfir 85% tilvika þekktu fórnarlömbin árásarmanninn. Oftast var um ræða ungar konur sem ráðist var á af hærra settum mönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert