Látnar lausar ein af annarri

Aziza al-Yousef.
Aziza al-Yousef. AFP

Fjór­ar bar­áttu­kon­ur voru látn­ar laus­ar úr haldi í Sádi-Ar­ab­íu í gær og hafa því alls sjö kon­ur verið látn­ar laus­ar úr haldi af þeim 11 aðgerðar­sinn­um sem  hafa setið á bak við lás og slá mánuðum sam­an án ákæru.

Ísland leiddi hóp ríkja í gagn­rýni á stöðu mann­rétt­inda­mála í Sádi-Ar­ab­íu í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna fyrr á ár­inu. Er það í fyrsta skipti sem Sádi-Ar­ab­ía sæt­ir slíkri sam­stilltri gagn­rýni í ráðinu og mark­aði frum­kvæðið því tíma­mót.

Aðgerðasinn­arn­ir sem voru látn­ir laus­ir í gær eru Hatoon al-Fassi, Amal al-Har­bi, Maysaa al-Manea og Abeer Nam­ankani en þær voru, líkt og Eman al-Nafjan, Aziza al-Yous­ef og Roqaya al-Mohareb, látn­ar laus­ar tíma­bundið. Þetta kem­ur fram í Twitter-færslu mann­rétt­inda­sam­tak­anna ALQST.

Kon­urn­ar hafa sætt kyn­ferðis­legu of­beldi og öðrum pynt­ing­um í haldi en þær eru all­ar sakaðar um sam­skipti við er­lenda fjöl­miðla, er­lenda stjórn­ar­er­ind­reka og mann­rétt­inda­sam­tök.

Sam­tök sem fylgj­ast með póli­tísk­um föng­um í Sádi-Ar­ab­íu, Pri­soners of Conscience, hafa greint frá lausn fimmtu kon­unn­ar, há­skóla­nem­and­an­um Shadan al-Anezi. En það hef­ur ekki feng­ist staðfest hjá stjórn­völd­um. Fjöl­skyld­ur að minnsta kosti tveggja kvenna til viðbót­ar höfðu verið boðaðar í rétt­ar­sal með stutt­um fyr­ir­vara en snúið við þegar þær komu þangað og von­ir þeirra gerðar að engu um að ást­vin­ur þeirra yrði lát­inn laus gegn trygg­ingu.

Í síðasta mánuði létu yf­ir­völd í Sádi-Ar­ab­íu hand­taka að minnsta kosti níu rit­höf­unda og fræðimenn, þar á meðal tvo banda­ríska rík­is­borg­ara, sem tald­ir eru vera stuðnings­menn kvenn­anna sem hafa setið í fang­elsi án ákæru mánuðum sam­an. Meðal þeirra er son­ur einn­ar þeirra sem nú hef­ur verið lát­in laus. Son­ur Aziza, Salah al-Hai­dar, er ann­ar Banda­ríkja­mann­anna sem er í haldi. Þetta eru fyrstu hóph­and­tök­urn­ar á aðgerðasinn­um í land­inu frá því blaðamaður­inn Jamal Khashoggi var drep­inn með hrotta­leg­um hætti inni á ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­b­ul.

Bróðir Loujain al-Hat­hloul, sem er ein þeirra sem var lát­in laus í gær, hef­ur greint frá því að fjöl­skyld­an hafi verið beitt þrýst­ingu af hálfu fólks sem er ná­tengt stjórn lands­ins að þegja um meðferðina sem kon­urn­ar hafa sætt í varðhaldi. Hat­hloul er meðal þeirra kvenna sem hef­ur greint frá pynt­ing­um og kyn­ferðis­legu of­beldi í haldi.

Í mars rufu sum­ar kvenn­anna þögn­ina um meðferðina í varðhaldi. Sökuðu þær menn­ina sem yf­ir­heyrðu þær um að hafa beitt þær raf­losti, bar­smíðum og þuklað hafi verið á þeim. Sak­sókn­ari neitaði að þetta væri satt við rétt­ar­höld­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert