Upplýsingar frá Scotland Yard um útlendan barnaníðing hafa komið rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann á nýjar slóðir. Um er að ræða Þjóðverja sem var í Portúgal í maí 2007 er Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar á
Praia da Luz í Algarve. Í gær voru tólf ár frá hvarfi Madeleine en hún dvaldi á sumarleyfisstaðnum ásamt foreldrum sínum, Kate og Gerry, og yngri systkinum. Hún var tæplega fjögurra ára gömul er hún hvarf sporlaust. Ef Madeleine McCann er enn á lífi þá verður hún 16 ára gömul 12. maí.
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta í gær og í dag og byggja fréttir sínar á portúgölskum fjölmiðlum. Er nú jafnvel talið að barnaníðingur hafi rænt henni og hún seld í kynlífsiðnaðinn.
Whitehead segir að kynlífsiðnaðurinn velti 9,5 milljarði Bandaríkjadala á hverju ári í Bandaríkjunum og að börn niður í fjögurra ára gömul gangi þar kaupum og sölum.
Hann bendir á að börn á flótta sem komi yfir landamæri Bandaríkjanna hverfi mjög oft sporlaust. Rannsóknarteymi sem nýverið vann að gerð heimildarþáttar The Essence of Evil: Sex with Children Has Become Big Business in America sýndi fram á hvernig börn eru keypt, seld og beitt kynferðisofbeldi. Þar voru dæmi um að börnum væri rænt og seld í kynlífsiðnaðinn á tveggja mínútna fresti í Bandaríkjunum. Þar er ekki óalgengt að barn sem þar hafnar sé nauðgað allt að sex þúsund sinnum ef þau lifa af í fimm ár í þessum heimi.