Nýjar vísbendingar um Madeleine McCann

Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf frá hóteli …
Madeleine McCann var þriggja ára er hún hvarf frá hóteli í Portúgal.

Upplýsingar frá Scotland Yard um útlendan barnaníðing hafa komið rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann á nýjar slóðir. Um er að ræða Þjóðverja sem var í Portúgal í maí 2007 er Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar á
Praia da Luz í Algarve. Í  gær voru tólf ár frá hvarfi Madeleine en hún dvaldi á sumarleyfisstaðnum ásamt foreldrum sínum, Kate og Gerry, og yngri systkinum. Hún var tæplega fjögurra ára gömul er hún hvarf sporlaust. Ef Madeleine McCann er enn á lífi þá verður hún 16 ára gömul 12. maí.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta í gær og í dag og byggja fréttir sínar á portúgölskum fjölmiðlum. Er nú jafnvel talið að barnaníðingur hafi rænt henni og hún seld í kynlífsiðnaðinn. 

„Þetta eru arðbær viðskipti. Þú færð meira fé út úr þessu en fíkniefnum og vopnum,“ segir John Whitehead, hjá bandarísku hugveitunni Rutherford Institute í samtali við Daily Star. Hann segist telja að Madeleine hafi verið rænt af barnaníðingum þeir ræni börnum út um allan heim og selja þau. Stutt er síðan 277 níðingar voru handteknir í Flórída grunaðir um kynlífssölu.

Whitehead segir að kynlífsiðnaðurinn velti 9,5 milljarði Bandaríkjadala á hverju ári í Bandaríkjunum og að börn niður í fjögurra ára gömul gangi þar kaupum og sölum.

Hann bendir á að börn á flótta sem komi yfir landamæri Bandaríkjanna hverfi mjög oft sporlaust. Rannsóknarteymi sem nýverið vann að gerð heimildarþáttar The Essence of Evil: Sex with Children Has Become Big Business in America sýndi fram á hvernig börn eru keypt, seld og beitt kynferðisofbeldi. Þar voru dæmi um að börnum væri rænt  og seld í kynlífsiðnaðinn á tveggja mínútna fresti í Bandaríkjunum. Þar er ekki óalgengt að barn sem þar hafnar sé nauðgað allt að sex þúsund sinnum ef þau lifa af í fimm ár í þessum heimi. 

Independent

Mirror

Sky News

9News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert