Stjörnum prýdd gul vesti

AFP

Kvikmyndastjörnurnar Juliette Binoche og Emmanuelle Beart voru meðal þeirra hundruð listamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem birt var í franska dagblaðinu Liberation í dag þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hreyfinguna.

Gilets jaunes : nous ne sommes pas dupes ! Gulvestungar: Við látum ekki gabba okkur! segir í fyrirsögn fréttar/bréfsins sem birt var í morgun en 1.400 einstaklingar skrifa undir bréfið. Þar gagnrýna höfundar tilraunir til þess að gera lítið úr hreyfingunni og lýsa yfir stuðningi við kröfur mótmælenda.

Juliette Binoche ásamt Johnny Depp í kvikmyndinni Súkkulaði.
Juliette Binoche ásamt Johnny Depp í kvikmyndinni Súkkulaði. HO

Þar á meðal réttlátara fjármála- og félagslegt kerfi og að farið verði í róttækar breytingar til að taka á vistfræðilegu neyðarástandi sem ríki í Frakklandi og víðar. Jafnframt fordæma höfundar harkalega framgöngu í garð hreyfingarinnar og segja að alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi þegar lýst yfir áhyggjum vegna þessa. 

Mjög fáir tóku þátt í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í dag en talið er að alls hafi þátttakendurnir verið 3.600 talsins, þar af eitt þúsund í París. 

Umfjöllun Liberation

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert