Stjörnum prýdd gul vesti

AFP

Kvik­mynda­stjörn­urn­ar Ju­liette Bin­oche og Emm­anu­elle Be­art voru meðal þeirra hundruð lista­manna sem skrifuðu und­ir opið bréf sem birt var í franska dag­blaðinu Li­berati­on í dag þar sem þær lýsa yfir stuðningi við hreyf­ing­una.

Gilets jaunes : nous ne somm­es pas dupes ! Gul­vestung­ar: Við lát­um ekki gabba okk­ur! seg­ir í fyr­ir­sögn frétt­ar/​bréfs­ins sem birt var í morg­un en 1.400 ein­stak­ling­ar skrifa und­ir bréfið. Þar gagn­rýna höf­und­ar til­raun­ir til þess að gera lítið úr hreyf­ing­unni og lýsa yfir stuðningi við kröf­ur mót­mæl­enda.

Juliette Binoche ásamt Johnny Depp í kvikmyndinni Súkkulaði.
Ju­liette Bin­oche ásamt Johnny Depp í kvik­mynd­inni Súkkulaði. HO

Þar á meðal rétt­lát­ara fjár­mála- og fé­lags­legt kerfi og að farið verði í rót­tæk­ar breyt­ing­ar til að taka á vist­fræðilegu neyðarástandi sem ríki í Frakklandi og víðar. Jafn­framt for­dæma höf­und­ar harka­lega fram­göngu í garð hreyf­ing­ar­inn­ar og segja að alþjóðleg­ar stofn­an­ir eins og Sam­einuðu þjóðirn­ar og Evr­ópu­sam­bandið hafi þegar lýst yfir áhyggj­um vegna þessa. 

Mjög fáir tóku þátt í mót­mæl­um gul­vestunga í Frakklandi í dag en talið er að alls hafi þátt­tak­end­urn­ir verið 3.600 tals­ins, þar af eitt þúsund í Par­ís. 

Um­fjöll­un Li­berati­on

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert