Auðga úran að nýju

AFP

Íran mun ekki leng­ur fy­lgja takm­ör­kunum um auðgun úrans og eins verða birgðir af þung­ava­tni au­knar að nýju. Ekki sé leng­ur ástæða til þess að fy­lgja sa­mkom­u­lag­inu sem gert var árið 2015 vegna þess að bandarísk yf­i­rvöld ákváðu að draga sig út úr sa­mkom­u­lag­inu.

Í dag er ár liðið frá því Donald Trump, fors­eti Bandaríkj­anna, tilk­y­nnti um að Bandaríkin my­ndu ekki leng­ur styðja sa­mkom­u­lagið. Í nóvem­ber tilk­y­nntu Bandaríkin að fy­rri ref­siaðgerðir gagnva­rt Íran tæk­ju gildi að nýju. 

Kj­arn­orku­sam­komu­lagið við Íran var und­ir­ritað árið 2015 og fel­ur í sér að dr­egið er úr ref­siaðgerðum gegn Íran gegn því að þarlend stjórn­völd hætti til­raun­um til þess að koma sér upp kj­arna­vopn­um tíma­bundið.

Með sa­mnin­g­num við Bandaríkin, Br­et­land, Frak­kland, Kína, Rússland og Þýska­land frá árinu 2015 sku­ld­batt kler­kast­jórnin í Íran sig til að takm­arka ver­ulega kj­arnor­ku­áf­orm sín gegn því að viðski­p­taþving­unum gegn land­inu yrði afl­étt.

Stjórnvöld í Br­et­landi, Frak­klandi, Kína, Rússlandi og Þýska­landi lýstu því yfir að þau my­ndu standa við sa­mninginn og hafa yf­i­rvöld í Íran nú gefið þeim 60 daga til þess að gera það. 

Kj­arnor­ku­s­a­mning­u­rinn frá 2015 átti að try­ggja að Íranar my­ndu þurfa að minnsta kosta eitt ár til að framleiða nógu mikið af auðguðu úrani til að geta búið til kj­arnor­kus­pr­eng­ju. Flestir sérf­ræðing­anna telja að sa­mning­u­rinn hafi try­ggt þetta þar sem hann sky­ldi Írana til að minnka birgðir sínar af auðguðu úrani um 98% og fækka um tvo þriðju skilv­indum sem notaðar eru til að auðga úran.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert