Allt flug stöðvað vegna dróna

AFP

Loka þurfti flugvellinum í Frankfurt í eina klukkustund í morgun vegna drónaflugs yfir vellinum. Starfsmenn flugvallarins urðu varir við dróna á flugi yfir suðurhluta vallarins snemma í morgun og var allt flug bannað um flugvöllinn frá því um sjö til klukkan 8:15 að staðartíma, klukkan 6:15 að íslenskum tíma. 

Lögregla rannsakar atvikið og var jafnvel reynt að elta drónann á þyrlu án árangurs. Í mars þurfti að stöðva allt flug um Frankfurt-flugvöll í hálfa klukkustund vegna dróna. Það hafði þau áhrif að 60 af 1.439 flugferðum dagsins var seinkað eða aflýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert