Hætti við Grænlandsferð

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sést hér fara um borð í …
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sést hér fara um borð í þotu á Stansted-flugvelli í London í morgun. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Mike Pom­peo, hætti í dag við að sækja Græn­land heim og vísaði til ann­rík­is í  Washingt­on þegar til­kynnt var um að ekk­ert yrði af heim­sókn­inni. Þetta er önn­ur heim­sókn­in sem hann af­lýs­ir í vik­unni en fyr­ir tveim­ur dög­um hætti hann við heim­sókn til Þýska­lands.

Klerka­stjórn­in í Íran kvaðst í gær ætla að hætta að virða sum ákvæði kjarn­orku­samn­ings lands­ins við Banda­rík­in og fimm önn­ur lönd frá ár­inu 2015 þar til Evr­ópu­lönd fyndu leið til að sneiða hjá viðskipta­banni Banda­ríkja­stjórn­ar á Íran. Klerka­stjórn­in hótaði einnig að hefja auðgun úr­ans, sem hægt væri að nota í kjarna­vopn, ef viðsemj­end­urn­ir virtu ekki ákvæði samn­ings­ins um að aflétta refsiaðgerðum gegn land­inu.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ákvað fyr­ir ári að draga landið út úr kjarn­orku­samn­ingn­um og setti viðskipta­bann sem varð til þess að ol­íu­út­flutn­ing­ur Írans snar­minnkaði. Með samn­ingn­um við Banda­rík­in, Bret­land, Frakk­land, Kína, Rúss­land og Þýska­land skuld­batt klerka­stjórn­in í Íran sig til að tak­marka veru­lega kjarn­orku­áform sín gegn því að viðskiptaþving­un­um gegn land­inu yrði aflétt. Stjórn­völd í Bretlandi, Frakklandi, Kína, Rússlandi og Þýskalandi sögðust ætla að standa við samn­ing­inn og töldu að Íran­ar hefðu staðið að fullu við skil­mála hans.

Hass­an Rou­hani, for­seti Írans, sagði í gær að landið myndi ekki selja um­frambirgðir sín­ar af lítt auðguðu úrani og þunga­vatni ef þær færu yfir þau mörk sem kveðið væri á um í samn­ingn­um. For­set­inn gaf síðan Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi tveggja mánaða frest til að finna leið til að sneiða hjá viðskipta­banni Banda­ríkja­stjórn­ar. Hann hótaði því að Íran­ar hæfu auðgun úr­ans um­fram þau mörk, sem sett voru í samn­ingn­um, og hæfu að nýju fram­kvæmd­ir við þunga­vatns­kjarna­kljúf í Arak í sam­ræmi við kjarn­orku­áætlun sem klerka­stjórn­in hafði ákveðið áður en samn­ing­ur­inn náðist. Samn­ing­ur­inn kvað á um að Íran­ar breyttu kjarna­kljúfn­um í Arak til að koma í veg fyr­ir fram­leiðslu plút­ons sem hægt væri að nota í kjarna­vopn.

Pom­peo átti að koma til Nuuk í dag og heim­sækja banda­ríska her­menn, New York Air Nati­onal Guard, sem vinna við lofts­lags­rann­sókn­ir á Græn­landi. 

Talskona ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Morg­an Orta­g­us, seg­ir að Pom­peo muni heim­sækja Græn­land síðar en ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, And­ers Samu­el­sen, ætlaði að hitta Pom­peo í Nuuk í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert