Enginn skilur hvað stendur á þessum steini frá 18. öld

Enginn skilur hvað stendur þarna. Menn eru ekki einu sinni …
Enginn skilur hvað stendur þarna. Menn eru ekki einu sinni sammála um hvaða tungumál þetta er. AFP

"ROC AR B … DRE AR GRIO SE EVELOH AR VIRIONES BAOAVEL".

"OBBIIE: BRISBVILAR ... FROIK … AL".

Þessi óræðu skilaboð standa greypt í grjóthlunk nokkurn sem fannst á vesturodda Frakklands. Ekki er nema von að skilningi lesenda á setningunum hér að ofan sé ábótavant: enginn skilur hvað stendur þarna. Ekki einu sinni færustu vísindamenn.

Það eru nokkur ár síðan steinninn fannst í lítilli vík í námundu við þorpið Plougastel-Daoulas í Vestur-Frakklandi. Síðan þá hafa menn klórað sér í kollinum yfir skilaboðunum sem áletranirnar kunna að vilja tjá. Til þessa hefur engum tekist að ráða gátuna.

Sveitarstjórnarmaður á svæðinu telur að um bretónsku gæti verið að …
Sveitarstjórnarmaður á svæðinu telur að um bretónsku gæti verið að ræða. Steinninn er frá 18. öld. AFP

Á steininum eru tvö ártöl merkt, 1786 og 1787, og hafa menn því miðað við að málið sé að rekja til þess tíma. Þar til 1783 áttu Bretar og Frakkar í stríði og þessi vesturangi Frakklands liggur, sem kunnugt er, að Ermarsundi að einhverju marki.

Að undanskildum ártölunum hefur enginn botnað í því hvað textinn segir. Er þetta bretónska? Er þetta franska? Er þetta baskneska? Er þetta enska? Hvaða á þetta eiginlega að fyrirstilla? Og af hverju er skandinavískt ø þarna? Talið er hugsanlegt að sá sem greypti þetta í steininn kunni aðeins að hafa verið hálfskrifandi, textinn sé þannig ein löng hljóðlíking sem ekkert mið taki af stafsetningarhefðum.

Þessu er ósvarað og fengu bæjaryfirvöld á staðnum sig á endanum fullsödd af óvissunni. Þau lýstu eftir hjálp og hétu 2000 pundum þeim málsnillingi sem leysir gátuna, jafnvirði tæpra 320 þúsund króna íslenskra.

Tilboðið stendur enn. Átakið sem hefur verið blásið til af þessu tilefni ber nafnið Champollion-ráðgátan í Plougastel-Daoulas. Jean-Francois Champollion er maðurinn sem réð tungumál Rósettusteinsins, ráðgáta, sem þetta mál hér vekur óhjákvæmilega minningar um.

Steinninn fannst við ströndina í Plougastel-Daoulas í Vestur-Frakklandi. Staðurinn er …
Steinninn fannst við ströndina í Plougastel-Daoulas í Vestur-Frakklandi. Staðurinn er merktur rauðu á kortinu. Skjáskot/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert