Jarðskjálfti upp á 6,1 í Panama

Skjálfinn varð við landamæri Panama og Costa Rica.
Skjálfinn varð við landamæri Panama og Costa Rica. Kort/usgs.gov

Jarðskjálfti að stærð 6,1 reið yfir Panama nú á áttunda tímanum að íslenskum tíma, eða 14:24 að staðartíma. Jarðskjálftinn varð á 37 kílómetra dýpi í vesturhluta landsins, nálægt bænum Santa Cruz, sem er við landamæri Costa Rica.

Engin flóðaviðvörun hefur verið gefin út, en í erlendum miðlum kemur fram að einhverjar byggingar hafi skemmst. Engar fréttir hafa borist um manntjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert