Létust af völdum lásboga

Fólkið lést á þessu hóteli við bakka árinnar Ilz í …
Fólkið lést á þessu hóteli við bakka árinnar Ilz í Þýskalandi. AFP

Þýska lögreglan rannsakar lát þriggja einstaklinga sem fundust á hótelherbergi á bökkum árinnar Ilz í bæversku borginni Passau nálægt landamærum Austurríkis. Inni í herbergi fólksins fannst lásbogi og talið er líklegt að dauða þeirra megi rekja til hans. BBC greinir frá. 

Ekki er vitað hver tengsl fólksins voru sem voru öll þýsk, tvær konur á aldrinum 30 ára og 33 ára og karlmaður á sextugsaldri. Engar vísbendingar benda til þess að annar tengist láti fólksins, samkvæmt upplýsingum frá fréttmiðlinum DPA. 

Haft var eftir einum hótelgestanna að nóttin, sem þau létust, hafi verið „fullkomlega hljóðlát. Samkvæmt hóteleigandanum hugðist fólkið dvelja í þrjár nætur á hótelinu. Farið var að huga að þeim þegar þau höfðu ekki mætt í morgunmat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert