Skemmdir voru unnar á tveimur sádiarabískum olíuskipum fyrir utan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær. Jafnframt voru unnin skemmdarverk á fleiri flutningaskipum á svipuðum slóðum. Stjórnvöld í Íran segja að um árás sé að ræða en yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ekki upplýst nánar um hvers konar árás eða skemmdarverk hafi verið að ræða.
Skipin voru innan efnahagslögsögu Sameinuðu arabísku furstadæmanna, fyrir utan strönd furstadæmisins Fujairah í Ómanflóa.
Utanríkisráðherra Írans segir árásina alvarlega og að rannsaka þurfi atvikið. Hann varar við ævintýramennsku útlendinga og að þeir séu að ógna öryggi á hafi úti.