Segja lögreglu hafa vitað af skotvopni

Bærinn Mehamn í Finnmörku, nyrst í Noregi.
Bærinn Mehamn í Finnmörku, nyrst í Noregi. Wikimedia Commons/Gunn Nilsen

Aðstand­end­ur Gísla Þórs Þór­ar­ins­son­ar höfðu gefið lög­reglu ábend­ingu um að Gunn­ar hálf­bróðir hans hefði mögu­lega aðgang að skot­vopni áður en til harm­leiks­ins í Mehamn kom. Þetta hafa mbl.is og norski vef­miðill­inn iF­inn­mark fengið staðfest, en lög­regla hef­ur áður neitað að hafa vitað af skot­vopni sem Gunn­ar hefði aðgang að.

iF­inn­mark vitn­ar auk þess í texta er Marius Nil­sen, sem tengd­ur er aðstand­end­um Gísla Þórs, sendi fjöl­miðlin­um og aðstand­end­urn­ir hafa leyft að verði birt­ur:

„Lög­regl­an held­ur því fram að henni hafi ekki verið kunn­ugt um að drápsmaður­inn í Mehamn hafi haft aðgang að skot­vopni, en þetta hlýt­ur að vera á mis­skiln­ingi byggt. Lög­regla fékk upp­lýs­ing­ar hvort tveggja frá kær­ustu fórn­ar­lambs­ins og því sjálfu. Að hún hafi ekki gripið inn í fyrr er hreint hneyksli [rett og slett en skandale],“ skrif­ar Nil­sen.

Með aðgang að vopni í næstu andrá

„Mér finnst þetta óhugn­an­legt,“ seg­ir Nil­sen enn frem­ur í sam­tali við iF­inn­mark, „fyrst er sú staða uppi að viðkom­andi kýs að beita of­beldi og hót­un­um og í næstu andrá er hann kom­inn með aðgang að vopni,“ seg­ir hann.

Grunaði í mál­inu, Gunn­ar Jó­hann, hafði áður sætt nálg­un­ar­banni gagn­vart hálf­bróður sín­um frá 17. apríl og hafði lög­regla kynnt hon­um bannið í sím­tali en ætl­un­in var að af­henda hon­um form­lega papp­íra síðar. Nil­sen tel­ur þau vinnu­brögð einnig ámæl­is­verð:

„Til­gang­ur­inn með fyr­ir­byggj­andi lög­reglu­starfi er að lög­regla sé sýni­leg og til staðar. Sím­tal frá sýslu­manni dug­ir skammt,“ seg­ir hann, en ját­ar þó að hann treysti sér ekki til að spá um hvort at­b­urðarás­in í mál­inu hefði orðið öðru­vísi hefði Gunn­ari verið af­hent skrif­legt nálg­un­ar­bann.

Frétt iF­inn­mark (læst öðrum en áskrif­end­um)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka