Mikilvægur áfangi í réttindabaráttu LGBT-fólks

00:00
00:00

Taív­an varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heim­ila sam­kyn­hneigðum að ganga í hjóna­band. Þetta var samþykkt á þingi Taív­an í dag en um stjórn­ar­frum­varp er að ræða. Á síðustu stundu tókst að koma í veg fyr­ir að frum­varpið yrði þynnt út með breyt­ing­ar­til­lögu frá íhalds­mönn­um.

Frum­varpið var samþykkt í dag, á alþjóðadegi gegn fób­í­um í garð LGBT-fólks, (In­ternati­onal Day Against Homoph­obia, Tran­sphobia and Bip­hobia) og er þetta mik­ill sig­ur fyr­ir bar­áttu­fólk fyr­ir rétt­ind­um LGBT-fólks á eyj­unni en það hef­ur bar­ist fyr­ir jafn­rétti þegar kem­ur að hjóna­bönd­um í mörg ár. 

Und­an­farna mánuði hafa Íhalds­menn reynt að fá frum­varp­inu breytt á þann veg að sam­kyn­hneigðum verði ekki heim­ilað að ganga í form­legt hjóna­band held­ur frek­ar að gera sátt­mála sín á milli. En þess­ar breyt­ing­ar­til­lög­ur hlutu ekki náð fyr­ir aug­um meiri­hlut­ans og var frum­varpið samþykkt óbreytt í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert