Talinn hafa verið fangavörður í Sýrlandi

Mehdi Nemmouche.
Mehdi Nemmouche. AFP

Franski vígamaður­inn Mehdi Nemmouche hef­ur verið fram­seld­ur frá Belg­íu til Frakk­lands þar sem hann er yf­ir­heyrður vegna aðild að ráni á fjór­um blaðamönn­um í Sýr­landi árið 2013. 

Mehdi Nemmouche, sem er 34 ára gam­all, var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi í Belg­íu í mars fyr­ir að hafa drepið fjór­ar mann­eskj­ur á gyðinga­safn­inu í Brus­sel árið 2014. Árás­in markaði upp­haf hryðju­verka­árása öfga­manna tengd­um víga­sam­tök­un­um Ríki íslams í Evr­ópu. 

Nemmouche  skaut til bana tvo ísra­elska ferðamenn, fransk­an sjálf­boðaliða og ung­an belg­ísk­an starfs­mann safns­ins. Þegar hann framdi árás­ina, 24. maí 2014, var hann ný­lega kom­in frá Sýr­landi þar sem hann starfaði með víga­sam­tök­un­um Ríki íslams. Hann er sakaður um að hafa þar verið fanga­vörður fjög­urra franskra blaðamanna sem voru tekn­ir í gísl­ingu af víga­mönn­um í Al­eppo árið 2013. 

Við rétt­ar­höld­in í Brus­sel báru tveir blaðamann­anna vitni um að eng­inn efi væri í þeirra huga um að Nemmouche væri einn af fanga­vörðunum. Hann var færður í Meaux-Chaucon­in fang­elsið aust­ur af Par­ís á miðviku­dag. 

Nemmouche og fé­lagi hans, Nacer Bendrer, sem einnig tók þátt í hryðju­verka­árás­inni á gyðinga­safn­inu, munu báðir afplána dóma sína í Frakklandi.

Blaðamönn­un­um var haldið föngn­um af Ríki íslams í Al­eppo í 13 mánuði áður en þeir voru látn­ir laus­ir í apríl 2014. En þá höfðu þeir verið skild­ir eft­ir í ein­skins­mannslandi á milli Sýr­lands og Tyrk­lands, með bundið fyr­ir aug­um og bundn­ir á hönd­um.

Nicolas Hen­in, einn blaðamann­anna, lýsti Nemmouche síðar í tíma­ritsviðtali sem sjálf­hverf­um draumóra­manni sem að loks­ins fann leið í gegn­um víga­sam­tök­in til þess að full­nægja þörf hans fyr­ir at­hygli. Ung­ur siðspillt­ur maður, sagði Hen­in í meðal ann­ars í viðtal­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert