Tollum aflétt á stáli og áli

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Bandaríkin og Kanada hafa aflétt tollum á stáli og áli en ákvörðunin hafði skapað spennu á milli landanna.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu landanna.

Bandaríkin ákváðu á síðasta ári, í þágu þjóðaröryggis, að leggja 25% tolla á stál og 10% á ál. Kanada brást við með því að leggja tolla á bandarískar vörur.

Tollarnir höfðu áhrif á viðræður um nýjan viðskiptasamning ríkjanna og Mexíkó sem var samið um í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert