Bjó og dó í næsta húsi

Doris Day með kærum vini sínum, Rock Hudson, á hátindi …
Doris Day með kærum vini sínum, Rock Hudson, á hátindi ferilsins. AFP

Dor­is Mary Ann Kapp­el­hoff ætlaði að verða dans­ari en bíl­slys sem hún lenti í aðeins fimmtán ára göm­ul árið 1937 gerði þau áform að engu. Á þeim tíma hélt stúlk­an raun­ar að hún væri aðeins þrett­án ára enda stóð hún í þeirri mein­ingu að hún hefði fæðst 3. apríl 1924. Ára­tug­um síðar, árið 2017, fann AP-frétta­stof­an fæðing­ar­vott­orð henn­ar og þá kom í ljós að hún fædd­ist í raun 3. apríl 1922.

En alltént, til að stytta sér stund­ir meðan hún var að jafna sig eft­ir slysið fór stúlk­an að syngja með út­varp­inu, Benny Goodm­an, Duke Ell­ingt­on, Glenn Miller og síðast en ekki síst Ellu Fitz­ger­ald. „Gæðin í rödd henn­ar heilluðu mig,“ sagði hún síðar í end­ur­minn­ing­um sín­um. Og stúlk­unni til ómældr­ar undr­un­ar var rödd henn­ar góð; svo góð raun­ar að hún var drif­in í söng­tíma, þar sem kenn­ar­inn gaf henni þrjá tíma á verði eins vegna hæfi­leik­anna sem í henni bjuggu.

Nafnið sótt í dæg­ur­lag

Hljóm­sveit­ar­stjór­inn Barney Rapp varð fyrst­ur til að gefa henni tæki­færi árið 1939 og hann gerði gott bet­ur; gaf henni líka sviðsnafnið Dor­is Day. Hon­um þótti Kapp­el­hoff alltof stirt og hátíðlegt en stúlk­an var af þýsku bergi brot­in, í báðar ætt­ir. Day var ekki út í blá­inn en Rapp hafði mikið dá­læti á túlk­un söng­kon­unn­ar ungu á slag­ar­an­um Day Af­ter Day.

Day starfaði með ýms­um bönd­um næstu árin en sló ekki í gegn fyrr en 1945 með lag­inu Senti­mental Jour­ney sem hún hljóðritaði með hljóm­sveit Les Brown. Lagið hitti banda­rísku þjóðina í hjart­astað enda beið hún í eft­ir­vænt­ingu eft­ir að fá her­menn­ina sína heim í lok seinna stríðs. Eft­ir þetta átti Day hvern smell­inn af öðrum á vin­sældal­ist­an­um vestra.

Day ferðaðist vítt og breitt um landið til að koma fram og þótti búa að ósvikn­um sviðssjarma. Það hringdi bjöll­um í Hollywood og árið 1948 var henni boðið hlut­verk í kvik­mynd­inni Rom­ance on the High Seas. Day brá í brún og benti mönn­um í ein­lægni á að hún hefði enga reynslu af leik­list. Leik­stjór­inn, Michael Curt­iz, kunni að meta hrein­skiln­ina og þótti Day full­kom­in í hlut­verk erkia­m­er­ísku stúlk­unn­ar í mynd­inni. Ímynd sem hún losnaði aldrei við; þegar Dor­is Day hætti að vera stúlk­an í næsta húsi varð hún eig­in­kon­an í næsta húsi.

Nán­ar er fjallað um Dor­is Day í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins en hún lést í byrj­un vik­unn­ar, 97 ára að aldri. 

Doris Day var 97 ára þegar hún lést.
Dor­is Day var 97 ára þegar hún lést. AFP
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert