Að minnsta kosti fjórir flóttamenn hafa reynt að fremja sjálfsvíg í flóttamannabúðum á vegum ástralskra yfirvalda á Kyrrahafseyjunum Nauru og Manus á Papúa Nýju-Gíneu frá þingkosningunum á laugardag.
Ríkisstjórn Scott Morrison hélt velli í kosningunum og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, flóttafólki og lögmönnum kom það ýmsum á óvart því samkvæmt spám benti allt til sigurs Verkamannaflokksins.
Um 800 flóttamenn eru í haldi á eyjunum og búa þar við erfiðar aðstæður. Kúrdíski rithöfundurinn og hælisleitandinn Behrouz Boochani skrifaði á Twitter frá Manus að ástandið þar sé stjórnlaust og að í dag hafi tveir til viðbótar reynt að taka eigið líf.
The situation in Manus is out of control, today two more people attempted suicide. One last night, raising the total to nine now. No one is able to help anyone
— Behrouz Boochani (@BehrouzBoochani) May 21, 2019
If I were to use one phrase to describe the situation in the Manus prison camps it is this: this prison is quite frankly a graveyard.
— Behrouz Boochani (@BehrouzBoochani) May 21, 2019
A graveyard
A graveyard.
Total silence
Total silence
Að sögn lögreglustjórans á Manus, David Yapu, veit hann til þess að tíu hið minnsta hafi reynt sjálfsvíg þar að undanförnu, þar á meðal fjórir um helgina. Meðal annars hafi einhverjir reynt að kveikja í sér og svo eru einhverjir flóttamenn í hungurverkfalli. Stofnun sem fer með málefni flóttafólks í Ástralíu hefur ekki viljað svara fyrirspurnum fréttamanna um málið.