Fimmta barnið látið við landamærin

Börn á leið yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna.
Börn á leið yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. AFP

Fimmta barnið lést á Welasco-landamæramiðstöðinni við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó frá því í desember síðastliðinn. Andstæðingar demókrata krefjast þess að rannsókn verði hafin á miðstöðinni eftir að hinn 16 ára Carlos Gregorio Hernandez Vásquez fannst látinn á mánudag. BBC greinir frá. 

Joaquin Castro, þingmaður demókrata í Texas, segir dauðafaraldur ganga yfir á landamærunum núna. Í febrúar lýsti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfir neyðarástandi og sagði aðkallandi að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.  

Sífellt fleiri freista þess að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna í von um betra líf. Börn yngri en 18 ára eru stór hluti þeirra. Carlos Gregorio Hernandez Vásque frá Gvatemala var einn þeirra.

Landamæraverðir fundu hann einan á ferð í borginni McAllen í Texas-ríki í Bandaríkjunum 13. maí síðastliðnn. Hann var þegar í stað færður í miðstöð í McAllen. Nokkrum dögum seinna eða 19. maí veiktist hann og fékk lyf og var fluttur á Welasco-landamæramiðstöðina. Á mánudeginum var hann látinn. 

Daginn eftir tilkynnti tollgæslu- og landamæraeftirlitið að miðstöðinni í McAllen yrði lokað tímabundið því fjölmargir hefðu sýnt flensulík einkenni svipuð þeim sem Vásque lést úr. 

Reglum samkvæmt ber að flytja einstaklinga undir lögaldri á heilsuverndarskjól (Health and Human Services) innan 72 klukkustunda eftir að þeir finnast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert