Síðasta karldýrið dautt

Súmötru-nashyrningur.
Súmötru-nashyrningur. Wikipedia/26Isabella

Síðasta karldýrið úr hópi súmötru-nas­hyrn­inga í Malas­íu drapst í dag og er því aðeins eitt kven­dýr eft­ir í land­inu. Allt bend­ir því til þess að stytt­ist í út­rým­ingu súmötru-nas­hyrn­ings­ins en inn­an við 80 dýr eru enn á lífi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá World Wild­li­fe Fund. 

Nas­hyrn­ing­ur­inn Tam bjó á nátt­úru­vernd­ar­svæði á Borneo-eyju en ekki hef­ur verið gefið upp hver dánar­or­sök­in er. Fjöl­miðlar í Malas­íu segja að annaðhvort hafi nýru eða lif­ur Tam gefið sig.

Dauði Tam þýðir að auk­inn þrýst­ing­ur verður á að beita tækni­frjóvg­un til þess að Iman, sem er eina kven­dýrið sem enn er á lífi í Malas­íu, eign­ist af­kvæmi. Til þess yrði notað sæði frá indó­nes­ísku karldýri. Iman hef­ur ekki getað orðið þunguð en fram­leiðir enn egg. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert