Lögðu hald á heróín-líki

AFP

Níu voru handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar í Frakklandi, Póllandi og Úkraínu auk Europol og Eurojust í síðustu viku.

Hald var lagt á yfir 7.200 töflur af heróín-líki í Úkraínu en markaðsvirði þeirra eru rúmir 100 þúsund Bandaríkjadalir. Jafnframt var hald lagt á ýmiss konar varning, fasteignir, bíla og reiðufé í tengslum við rannsóknina. 

Um 150 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum, segir í tilkynningu frá Europol. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert