Segir Íran bera ábyrgð á árás

John Bolton.
John Bolton. AFP

Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, segir að nánast öruggt sé að Íran standi á bak við árásir á skip við strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna fyrr í mánuðinum.

Fjögur skip, þar á meðal tvö olíuflutningaskip, urðu fyrir tundurduflaárás sem nánast fullvíst er að Íranar standa á bak við, sagði Bolton á blaðamannafundi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í morgun. Bandarískir sérfræðingar eru meðal þeirra sem taka þátt í rannsókn á árásinni 12. maí í Ómanflóa. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert