Á 90 km hraða „niður“ Eiffelturninn

Stærðarinnar aparólu eða vírkláfi (e. zip-line) hefur verið komið fyrir á öðrum útsýnispalli Eiffelturnsins, í 115 metra hæð, þar sem ofurhugar geta þeyst frá turninum yfir til Place de l'Ecole Militaire. Það þarf vart að taka það fram að útsýnið er stórfenglegt. 

„Tilfinningin er þægilegri en þetta lítur úr fyrir að vera. Upphafið er magnað þar sem manni líður eins og maður sé að fara að detta en svo er þetta bara mjög þægilegt,“ segir einn ofurhuginn. 

Vírkláfurinn er um 800 metra langur og tekur um eina mínútu að komast á áfangastað. Ofurhugarnir ná mest 90 kílómetra hraða á klukkustund. 

Hægt verður að skella sér í salíbunu með kláfinum alla helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert