Rússneski stjórnarerindrekinn Tatiana Valovaja verður næsti yfirmaður Evrópudeildar Sameinuðu þjóðanna í Genf. Hún er fyrsta konan til að gegna þessu starfi en hún er með áratuga reynslu sem blaðakona og starfskona hins opinbera. Hún tekur við embættinu af Dananum Michael Møller sem hefur gegnt því síðarn 2013 en hann hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar frá árinu 1979 en lætur nú af störfum sökum aldurs.
Í yfirlýsingu frá SÞ kemur fram að Valovaja hafi yfir 35 ára reynslu á sviði blaðamennsku og störfum á vegum rússneska ríkisins. Hún starfar nú fyrir Eurasia Economic Commission, sem er þjóðhagfræði og samþættingarstofnun á svæðinu en meðal ríkja sem eiga aðild að henni eru: Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgistan.
Hún hóf starfsferilinn sem blaðamaður hjá Economic Gazette í Moskvu á níunda áratugnum en var í sendinefnd Rússa hjá ESB í Brussel 1989-94. Síðan sem framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta hjá rússnesku ríkisstjórninni 1999 til 2012.