Gagnrýnt fyrir „kvenlega“ bónusa

Þær starfskonur álfyrirtækisins sem mæta málaðar til vinnu og í …
Þær starfskonur álfyrirtækisins sem mæta málaðar til vinnu og í pilsi eiga rétt á bónusi AFP

Rússneska álfyrirtækið Tatprof sætir nú gagnrýni fyrir að bjóða þeim konum sem mæta til vinnu málaðar og í pilsi upp á bónusgreiðslu í því sem fyritækið lýsir sem mánaðarlöngu „kvennlegheita-maraþoni“.

Samfélagsmiðlanotendur hafa látið ýmis háðsk ummæli falla um framtakið og sagði m.a. sagt framtakið vera frá „miðöldum“ annar Twitter notandi stakk upp á því að stjórnendurnir myndu sjálfir mæta málaðir.

Forsvarsmenn Tatprof sem er í ríkinu Tatarstan hafa hins vegar varið framtakið og sagt rússneskum fjölmiðlum að það hafi „lífgað upp á“ vinnustaðinn.

Fyrirtækið birti á samfélagsmiðlum tilkynningu um að þær konur sem mættu áðurnefndum skilyrðum og settu einnig upp á sér hárið, myndu fá 100 rúblur (um 190 kr.) greiddar aukalega fyrir hvern dag. Þá voru þær konur sem starfa hjá fyrirtækinu hvattar til að senda inn myndir af sér til að fá bónusinn greiddan, en átakinu lýkur í júnílok.

Anastasia Kirillova, sem starfar fyrir samskiptadeild Tatprof, sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að þetta væri „frábær leið til að efla liðsandann“, en 70% starfsmannanna eru karlar.

„Við vonumst til þess að þetta framtak muni auka skilning á konunum okkar og leyfi upplifa sig kvenlega og sjarmerandi þegar þær velja að vera í pilsi eða kjól,“ sagði Kirillova í samtali við útvarpsstöðina Govorit Moskva . Konunum er þó enn heimilt að klæðast buxum, bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert