Fuglaskoðari drepinn á Filippseyjum

Ewold Horn var 59 ára ljósmyndari og fuglaskoðari og var …
Ewold Horn var 59 ára ljósmyndari og fuglaskoðari og var hann tekinn sem gísl af hryðjuverkasamtökunum Abu sayyaf fyrir sjö árum. AFP

Hollenskur gísl sem var í haldi herskárra íslamista á eyjunni Jolo á Filippseyjum var skotinn til bana í gærmorgun í átökum milli hermanna og skæruliða.

Ewold Horn var 59 ára ljósmyndari og fuglaskoðari og var hann tekinn sem gísl af hryðjuverkasamtökunum Abu sayyaf fyrir sjö árum. Lát Horn hefur verið staðfest af hollenskum yfirvöldum.

Átökin stóðu yfir í um einn og hálfan klukkutíma og var Horn var drepinn af liðsmönnum Aby sayyaf þegar hann reyndi að flýja. 

Auk Horn létu sex liðsmenn Abu sayyaf lífið í átökunum í gær, auk einnar eiginkonu leiðtoga samtakanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá filippseyska hernum.  

Horn var við fuglaskoðun á eyjunni Tawi-Tawi árið 2012 þegar honum var rænt ásamt Svisslendingnum Lorenzo Vinviguerra, en honum tókst að flýja fyrir fimm árum.

Átökin stóðu yfir í um einn og hálfan klukkutíma og …
Átökin stóðu yfir í um einn og hálfan klukkutíma og var Horn var drepinn af liðsmönnum Aby sayyaf þegar hann reyndi að flýja. AFP

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert