Búið ykkur undir Brexit án samnings

Nigel Farage er leiðtogi Brexit-flokksins.
Nigel Farage er leiðtogi Brexit-flokksins. AFP

NigelFarage á að taka þátt í samningaviðræðum bresku ríkisstjórnarinnar um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að sögn forseta Bandaríkjanna,DonaldTrump, en forsetinn kemur í opinbera heimsókn til Bretlands á morgun. Hann hefur víða verið í viðtölum við breska fjölmiðla um helgina, þar á meðalSundayTimes.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP

Trump gagnrýnir viðræðurnar harðlega í viðtali við blaðið í dag og segir hann að Bretar ættu að undirbúa sig undir Brexit án samnings. Þeir hafi leyft ESB að stjórna viðræðunum. Farage, sem er formaður Brexit-flokksins, hafi mikið til málanna að leggja og ríkisstjórnin eigi að hlusta á hann. „Hugsaðu út í það hversu vel hefði gengið ef það hefði verið gert,“ segir Trump í viðtalinu.

„Ef þið fáið ekki samninginn sem þið viljið, ef þið fáið ekki sanngjarnan samning, þá látið þið ykkur hverfa,“ bætir hann við. 

Viðtalið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka