Tóku víkingaklappið í Liverpool

Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir með úrslitin.
Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir með úrslitin. AFP

Það er óhætt að segja að aðdáendur Liverpool hafi verið sáttir við sigurinn á Tottenham í Madríd í gær. Þeir voru í svo góðu skapi í heimaborg liðsins að gerð var tilraun til þess að framkvæma hið heimsfræga víkingaklapp. Hvort það heppnaðist vel verður hver og einn að dæma um fyrir sig.

Í umfjöllun um atvikið segir á heimasíðu blaðsins Liverpool Echo að Merseyside, svæðið sem Liverpool er á á Englandi, hafi mikla víkingasögu og að viðeigandi hafi verið fyrir stuðningsmenn liðsins að fagna með víkingaklappi eftir að hafa sigrað Evrópu í sjötta sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert